Um 175 milljónir króna til jarðhitaleitar á Austurlandi

Rétt tæplega 175 milljónum króna hefur verið úthlutað til tveggja jarðhitaleitarverkefni á Austurlandi af hálfu Orkusjóðs fyrir hönd umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Alls styrkir Orkusjóður nú alls átta verkefni en heildarupphæð styrkja nemur 447 milljónum króna en stærsti einstaki styrkurinn fer til HEF-veitna til jarðhitaleitar milli Búlandsness og Djúpavogs. Alls nemur styrkur vegna þess tæpum 135 milljónum. Hins vegar fær Vopnafjarðarhreppur sléttar 40 milljónir króna en þar stendur til að leita betur að heitu vatni við Selárlaugina

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir þetta allra fyrsta átakið í jarðhitaleit á þessari öld en stjörnvöld hafi sofið á verðinum of lengi í því tilliti og brýnt að leita meira og betur.

Þetta er fyrsta átakið í jarðhitaleit síðan á síðustu öld og líkt og fram kom í skýrslu ÍSOR [Íslenskar Orkurannsóknir] fyrr á árinu þá stendur meirihluti hitaveitna landsins frammi fyrir erfiðleikum á komandi misserum. Við höfum á undanförnum 10 árum niðurgreitt húshitunarkostnað sem nemur um 2,5 milljörðum á ári. Nú sækjum við fram í jarðhitamálum á ný.“

Góðir styrkir til jarðhitaleitar en langt er um liðið síðan ríkið kom síðast að styrkveitingum vegna slíkrar leitar. Mynd ISOR

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.