Umboð til framsóknar til forystu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. maí 2010 16:55 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði, segir að úrslit sveitarstjórnarkosninganna í sveitarfélaginu, vera skilaboð um að kjósendur vilji að flokkurinn leiði nýjan meirihluta í sveitarfélaginu.
„Við hjá Framsóknarflokknum erum mjög ánægð með kosningaúrslitin,“ sagði Stefán Bogi í samtali við agl.is í dag. „Við teljum að þau feli í sér óskorað umboð okkur til handa til forystu og jafnframt ákall um breytingar í sveitarstjórn. Við munum bregðast við þessu kalli.“Hann vildi ekki tjá sig um myndun meirihluta.
Agl.is greindi frá því í morgun að þreifingar hefðu hafist strax í nótt milli Framsóknarflokksins og Héraðslistans um nýjan meirihluta. Agl.is hefur sömuleiðis heimildir fyrir því að framsóknarmenn hafi ekki sýnt áhuga á að ræða við Á-listann, sem bætti við sig fylgi og var með framsókn í minnihluta.