Umfangsmikil lögregluæfing á Seyðisfirði
Stór æfing á vegum lögreglunnar hófst á Seyðisfirði um klukkan átta í morgun og stendur til hádegis. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í æfingunni.Það eru Lögreglan á Austurlandi, sérsveit Ríkislögreglustjóra og Menntasetur lögreglu sem taka þátt auk þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.
Æfð eru viðbrögð þessara eininga í stórum málum þar sem meðal annars reynir á samstarf og samstillingu. Sambærilegar æfingar eru haldnar í öllum lögregluumdæmum, stýrt af Menntasetrinu.
Í tilkynningu frá skipuleggjendum er beðist velvirðingar á ónæði sem kann að stafa af æfingunni.