Umfangsmikil öryggisæfing við Norrænu í dag

Stór almannavarnaæfing verður við Norrænu á Seyðisfirði eftir hádegi í dag. Meðal annars verða þyrla og björgunarbátar á ferðinni.

Þau tæki verða nýtt þar til til stendur að æfa rýmingu Norrænu. Fjölmargir aðilar koma að æfingunni þar sem reynt verður á samskipti, viðbrögð og samhæfingu Landhelgisgæslunnar, Smyril-Line, Neyðarlínu, björgunarsveita, Rauða krossins, Brunavarna á Austurlandi, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Seyðisfjarðahafna og lögreglu.

Æfingin hefst klukkan 13:00 og stendur í tvo og hálfan klukkutíma. Skipuleggjendur biðja bæjarbúa fyrirfram velvirðingar á ónæði sem æfingin kann að valda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.