Umfangsmikil öryggisæfing við Norrænu í dag
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. apr 2024 09:27 • Uppfært 09. apr 2024 09:28
Stór almannavarnaæfing verður við Norrænu á Seyðisfirði eftir hádegi í dag. Meðal annars verða þyrla og björgunarbátar á ferðinni.
Þau tæki verða nýtt þar til til stendur að æfa rýmingu Norrænu. Fjölmargir aðilar koma að æfingunni þar sem reynt verður á samskipti, viðbrögð og samhæfingu Landhelgisgæslunnar, Smyril-Line, Neyðarlínu, björgunarsveita, Rauða krossins, Brunavarna á Austurlandi, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Seyðisfjarðahafna og lögreglu.
Æfingin hefst klukkan 13:00 og stendur í tvo og hálfan klukkutíma. Skipuleggjendur biðja bæjarbúa fyrirfram velvirðingar á ónæði sem æfingin kann að valda.