Umferðaróhöpp á Fjarðarheiði og Fagradal í hálku

Lögreglan á Austurlandi varar við hálku á vegum á Austurlandi. Óhöpp hafa orðið á Fagradal og Fjarðarheiði en engin slys á fólki.

Snjóa tók síðdegis í dag og við það myndaðist hálka á fjallvegum. Samkvæmt kortum Vegagerðarinnar er hált á Jökuldal, Jökuldalsheiði, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarði, Möðrudalsöræfum, Fagradal, Fjarðarheiði og Öxi. Hálkublettir eru í Skriðdal, á Breiðdalsheiði, Borgarfjarðarvegi og norðanverðum Vopnafirði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð sitt hvort óhappið á Fagradal og Fjarðarheiði þar sem bílar fóru út af í hálku. Engin slys urðu á fólki.

Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að fylgjast vel með aðstæðum á vegum og fara ekki af stað nema ökutæki þeirra séu búin í þær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.