Skip to main content

Umferðaróhöpp á Fjarðarheiði og Fagradal í hálku

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. okt 2024 20:17Uppfært 10. okt 2024 20:19

Lögreglan á Austurlandi varar við hálku á vegum á Austurlandi. Óhöpp hafa orðið á Fagradal og Fjarðarheiði en engin slys á fólki.


Snjóa tók síðdegis í dag og við það myndaðist hálka á fjallvegum. Samkvæmt kortum Vegagerðarinnar er hált á Jökuldal, Jökuldalsheiði, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarði, Möðrudalsöræfum, Fagradal, Fjarðarheiði og Öxi. Hálkublettir eru í Skriðdal, á Breiðdalsheiði, Borgarfjarðarvegi og norðanverðum Vopnafirði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð sitt hvort óhappið á Fagradal og Fjarðarheiði þar sem bílar fóru út af í hálku. Engin slys urðu á fólki.

Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að fylgjast vel með aðstæðum á vegum og fara ekki af stað nema ökutæki þeirra séu búin í þær.