,,Umhverfisslys" á Norðfirði

Segja má að málning á nýmáluðu þaki áhaldahúss Fjarðabyggðar á Norðfirði hafi flotið á haf út í dag. Verktaki hafði nýhafið að sprauta þakið þegar aftaka vatnsveður gerði sem þvoði alla blauta málningu af þakinu.

umhverfisslys.jpgAð sögn Harðar Þorbergssonar í áhaldahúsinu á Norðfirði varð þetta ekki það umhverfisslys sem virtist líta út fyrir í fyrstu.  Málningin sem notuð var er akrílmálning algerlega hættulaus umhverfinu og vatnsleysanleg, þó mikið bæri á þessum skærrauða lit þegar hann var kominn í sjóinn en öldugangur var lítill svo mikið bar á litnum þegar hann lenti í sjónum.   Þetta var ekki olíumálning, enda hefði hún ekki flotið af þakinu þó rignt hefði á hana.  Það fékkst staðfest hjá Flugger litum sem málningin er frá að hún sé algerlega hættulaus fyrir umhverfið.

,,Það var verið að sprauta þakið á Áhaldahúsinu þegar kom hellirigning og það var ekkert annað að gera en spúla þessu niður þar sem þetta var akrílmálning en ekki olía", sagði Hörður.

Tjónið er nokkurt fyrir verktakann, þetta er tilboðsverk og hann ber kostnaðinn af málningunni sem skolaðist af þakinu, auk þess sem vinnan tapaðist og vinna þarf verkið aftur, tjónið skiptir par hundruðum þúsunda. Segja má að aðal umhverfisslysið sé þegar upp er staðið, léleg veðurspámennska verktakans. 

Verktakinn hafði lokið við að sprauta 350 fermetra af 1400 í skærrauðum lit þegar það byrjaði að rigna.  Að sögn verktakans er það mál manna að aldrei rigni á Norðfiði í suðvestanátt og í trausti þess hóf hann verkið í morgun og var búinn að sprauta 80 lítrum af málningu á þakið þegar ósköpin dundu yfir.  Það er greinilega valt lán að taka mark á veðurspám hvort sem þær koma frá Veðurstofunni eða eru brjóstvit heimamanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.