Skip to main content

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum á næsta ári

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. okt 2010 15:00Uppfært 08. jan 2016 19:21

Laugardaginn 16. október var undirritaður samstarfssamningur milli Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, um Unglingalandsmót UMFÍ 2011.

UÍA verður framkvæmdaaðili mótsins 2011 sem haldið verður um verslunarmannahelgina á næsta ári. Undirritun samningsins fór fram á sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Hótel Héraði helgina 16. og 17. október síðastliðinn.

Vilhjálmsvöllur á Egilsstöðum er fyrsta flokks leikvangur

Eftir sambandsráðsfundinn var farið með fulltrúa fundarins í kynnisferð um Egilsstaði og þeim sýnd sú aðstaða sem Egilsstaðir hefur yfir að bjóða. Fundarmönnum leist ákaflega vel á íþróttaaðstöðuna og eins og kemur fram á heimasíðu UMFÍ þá eru „aðstæður hinar glæsilegustu og ljóst að ekki mun væsa um keppendur og gesti á mótinu. Vilhjálmsvöllur á Egilsstöðum er fyrsta flokks leikvangur fyrir keppni í frjálsum íþróttum en á honum fór keppni fram á Landsmóti UMFÍ 2001. Fullkomið íþróttahús er á Egilsstöðum sem og aðstaða til knattspyrnukeppni og sunds. Golfvöllurinn er mjög góður og leit vel út þó komið væri fram í miðjan október."