Ungt fólk og lýðræði: Bestu málsvarar ungmenna eru ungmennin sjálf

umfi_ungt_folk_og_lydraedi_0056_web.jpg
Ungmennráð sveitarfélaga eiga ekki að vera skraut heldur ráð með réttindi og skyldur eins og aðrar nefndir í stjórnkerfi þeirra. Íslendingar hafa nú staðfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem tryggir rétt barna og ungmenna til að láta í ljósi skoðanir sínar og hafa áhrif á þau mál er þau varða.

Þetta kemur fram í ályktun ráðstefnunnar sem haldin var í Valaskjálf á Egilsstöðum í síðustu viku í umsjá Ungmennafélags Íslands. Um fimmtíu ungmenni af öllu landinu sóttu ráðstefnuna.

Í ályktuninni er skorað á jafnt íslenska ríkið sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til skoðana þeirra á málefnum samfélagsins, einkum þau sem varða ungmennin sjálf. „Bestu málsvarar ungmenna eru ungmennin sjálf.“

Virk lýðræðisþátttaka ungmenna snýst um meira en árlegan fund með bæjarstjórn fyrir framan myndavélar. Hún snýst um samræður og samskipti alla daga ársins. Stjórnvöld verða að hafa ungmenni í huga og með í ráðum þegar þau fjalla um tillögur sínar og að ungmenni séu í stöðu til að hafa áhrif á þau málefni er þau snerta.“

Minnt er á Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar staðfestu nýverið þar sem fjallað er um rétt ungmenna til að láta í ljósi skoðanir og hafa áhrif á þau mál er að þeim varðar. 

„Þátttaka í lýðræði og samfélaginu krefst þjálfunar. Enginn einstaklingur stekkur fullmótaður fram á sjónarsviðið. Ráðstefnan hvetur því öll sveitarfélög landsins til að koma á fót ungmennaráðum. Ráðin hafi sömu stöðu og aðrar nefndir sveitarfélaga, til dæmis hvað varðar vald yfir fjármagni. Ráðin séu sýnileg og framboð í þau opin hverju því ungmenni sem áhuga hefur.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.