Uppsagnir hjá StarfA standa: Höfum fengið svona loforð áður
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. mar 2011 19:30 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Austurlands
(StarfA) segir að stofnunin hafi áður fengið vilyrði frá ríkinu um
stuðning. Uppsagnir starfsfólks standi því.
„Það þarf meira en vilja,“ sagði Erla í samtali við Austurgluggann í seinustu viku aðspurð um vilyrði Velferðarráðuneytisins um endurnýjun samninga við starfsendurhæfingar að minnsta kosti út árið sem sagt var frá í fréttum.
Í dagu eru liðnar tvær vikur frá því að starfsfólk StarfA fékk afhent uppsagnarbréf og að öllu óbreyttu leggst starfsemin af 1. júní.
Blaðið hefur eftir Erlu að StarfA hafi fengið álíka svör allt síðasta ár og beðið hafi verið eftir skýrari svörum frá ráðuneytinu um samninga til lengri tíma en tveggja mánaða. Ítrekað hafi borist skilaboð um að viljinn til endurnýjunar sé til staðar en lítið orðið úr honum.
„Uppsagnirnar standa því enn sem komið er enda hefur ekkert breyst.“
Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Austurgluggans.
Í dagu eru liðnar tvær vikur frá því að starfsfólk StarfA fékk afhent uppsagnarbréf og að öllu óbreyttu leggst starfsemin af 1. júní.
Blaðið hefur eftir Erlu að StarfA hafi fengið álíka svör allt síðasta ár og beðið hafi verið eftir skýrari svörum frá ráðuneytinu um samninga til lengri tíma en tveggja mánaða. Ítrekað hafi borist skilaboð um að viljinn til endurnýjunar sé til staðar en lítið orðið úr honum.
„Uppsagnirnar standa því enn sem komið er enda hefur ekkert breyst.“
Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Austurgluggans.