Úrkomuviðvörum framlengd inn í nóttina

Veðurstofan hefur framlengt gula viðvörun vegna úrkomu á Austfjörðum þar til klukkan fjögur í fyrramálið, þriðjudaginn 11. apríl.

Viðvörunin gilti á páskadag en átt að falla úr gildi snemma í morgun. Hún var síðan framlengd í litlum skrefum þar til um hádegi var hún lengd fram til klukkan fjögur í fyrramálið.

Á þessum tíma er varað við rigningu og vatnavöxtum sem valdið geta grjóthruni eða skriðuföllum. Sólarhringsúrkoman á Fáskrúðsfirði var um klukkan þrjú í dag komin í tæpa 60 mm.

Skemmdir hafa orðið á vegum samkvæmt yfirliti Vegagerðarinnar vegna vatnavaxta. Runnið hefur úr vegunum yfir Breiðdalsheiði og upp í Norðurdal í Fljótsdal og eru vegfarendur þar beðnir um að fara með gát.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.