Úrkomuviðvörum framlengd inn í nóttina
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. apr 2023 15:36 • Uppfært 10. apr 2023 15:36
Veðurstofan hefur framlengt gula viðvörun vegna úrkomu á Austfjörðum þar til klukkan fjögur í fyrramálið, þriðjudaginn 11. apríl.
Viðvörunin gilti á páskadag en átt að falla úr gildi snemma í morgun. Hún var síðan framlengd í litlum skrefum þar til um hádegi var hún lengd fram til klukkan fjögur í fyrramálið.
Á þessum tíma er varað við rigningu og vatnavöxtum sem valdið geta grjóthruni eða skriðuföllum. Sólarhringsúrkoman á Fáskrúðsfirði var um klukkan þrjú í dag komin í tæpa 60 mm.
Skemmdir hafa orðið á vegum samkvæmt yfirliti Vegagerðarinnar vegna vatnavaxta. Runnið hefur úr vegunum yfir Breiðdalsheiði og upp í Norðurdal í Fljótsdal og eru vegfarendur þar beðnir um að fara með gát.