Úrslitakeppnin í blaki hefst í kvöld

Úrslitakeppni karla um Íslandsmeistaratitilinn í blaki hefst í kvöld þegar Þróttur tekur á móti KA.

Leikið verður í íþróttahúsinu í Neskaupstað klukkan 19:30 í kvöld en annar leikur liðanna verður á Akureyri á föstudagskvöld.

Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í undanúrslitin. Liðin mættust tvisvar fyrir áramót í deildinni, KA vann fyrri leikinn á Akureyri 3-2 en Þróttur þann seinni í Neskaupstað 3-0.

Með góðum endaspretti náði Þróttur fjórða sæti deildarinnar og þátttökurétti í neðri krossi, hársbreidd á undan KA sem varð fimmta og spilaði í neðri krossi. KA vann þar fimm af sex leikjum sínum meðan Þróttur vann tvo af fjórum í efri krossinum.

Úrslitakeppni kvenna hefst á morgun. Þar mætir Þróttur HK í fyrsta leik í Kópavogi.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigríður Þrúður

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.