Valgerður tók annað sætið af Tryggva

sjalfstaedisflokkurinn.png

Valgerður Gunnarsdóttir, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum, varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem fram fór um helgina. Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson, sem keppti við Kristján Þór Júlíusson um oddvitasætið varð ekki á meðal sex efstu. 

 

Kristján Þór fékk 2223 atkvæði eða tæp 82% í fyrsta sætið. Valgerður varð önnur með 1291 atkvæði en alls greiddu 2714 atkvæði í prófkjörinu.

Austfirðingar eiga og fjórða mann á listanum. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir varð þriðja með 1158 atkvæði og Jens Garðar Helgason fjórði með 1278 atkvæði.

Erla Ragnarsdóttir varð fimmta með 1529 atkvæði og Bergur Þorri Benjamínsson sjötti með 1752 atkvæði.

Á kjörskrá voru 4401 og kjörsókn því rúm 60%. Auðir seðlar og ógildir voru 78.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.