Skip to main content

Vanhæfur dómari? Úrslit hönnunarsamkeppni um nýja Hulduhlíð kærð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. ágú 2010 11:10Uppfært 08. jan 2016 19:21

Arkitektastofan Stúdíó Strik hefur kært niðurstöðu dómnefndar í hönnunarsamkeppni Hjúkrunarheimilsins Hulduhlíðar á Eskifirði til kærunefndar útboðsmála. Fyrirtækið segir einn dómaranna hafa verið vanhæfan vegna fyrra samstarfs við fyrirtækið sem vann.

 

eskifjordur-hjukrunarheimili-1saeti.jpgAusturglugginn greindi frá málinu. Einrúm arkitektar fengu fyrstu verðlaun í keppninni. Stúdíó Strik gerir athugasemd við að einn dómaranna, Einar Ólafsson, sé vanhæfur því hann hafi unnið náið með Einrúmi að hönnun leikskóla í Garðabæ.

Stúdíó Strik fer fram á að samningsviðræður verði stöðvaðar strax vegna efasemda um hæfi Einars. Arkitektastofan vill meina að Einar geti fengið aukin verkefni þegar verkefnum Einrúms fjölgi og því skapist hagsmunatengsl.

Því hafnar Einrúm þar sem nafnleynd hafi verið viðhöfð í keppninni og vægi Einars ekki mikið í fimm manna dómnefnd.

Einar og Þorsteinn Helgason voru tilnefndir í dómnefndina af Arkitektafélagi Íslands. Að auki satu í henni Ásmundur Ásmundsson, verkfræðingur, Vilborg Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Jóhann E. Benediktsson, mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar.