Vanhæfur dómari? Úrslit hönnunarsamkeppni um nýja Hulduhlíð kærð

Arkitektastofan Stúdíó Strik hefur kært niðurstöðu dómnefndar í hönnunarsamkeppni Hjúkrunarheimilsins Hulduhlíðar á Eskifirði til kærunefndar útboðsmála. Fyrirtækið segir einn dómaranna hafa verið vanhæfan vegna fyrra samstarfs við fyrirtækið sem vann.

 

eskifjordur-hjukrunarheimili-1saeti.jpgAusturglugginn greindi frá málinu. Einrúm arkitektar fengu fyrstu verðlaun í keppninni. Stúdíó Strik gerir athugasemd við að einn dómaranna, Einar Ólafsson, sé vanhæfur því hann hafi unnið náið með Einrúmi að hönnun leikskóla í Garðabæ.

Stúdíó Strik fer fram á að samningsviðræður verði stöðvaðar strax vegna efasemda um hæfi Einars. Arkitektastofan vill meina að Einar geti fengið aukin verkefni þegar verkefnum Einrúms fjölgi og því skapist hagsmunatengsl.

Því hafnar Einrúm þar sem nafnleynd hafi verið viðhöfð í keppninni og vægi Einars ekki mikið í fimm manna dómnefnd.

Einar og Þorsteinn Helgason voru tilnefndir í dómnefndina af Arkitektafélagi Íslands. Að auki satu í henni Ásmundur Ásmundsson, verkfræðingur, Vilborg Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Jóhann E. Benediktsson, mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.