Vantar konu í stjórn?

konur_stjornir_tak_web.jpg
Tengslanet austfirskra kvenna, í samstarfi við Alcoa Fjarðaál og KPMG, standa í næstu viku fyrir tveimur kynningarfundum um breytingar á lögum um hlutafélög til að jafna hlutfall karla og kvenna í stjórnum. Á fundunum verða kynntar konur sem sótt hafa námskeið fyrir stjórnarmenn og bjóða sig fram í stjórnir fyrirtækja og stofnana.

Samkvæmt greiningu KPMG vantar 223 konur í stjórnir á Íslandi til að 40% kynjakvóta verði náð í stjórnum þann 1. september 2013.

Hótel Héraði Egilsstöðum kl. 12-13, súpa í boði
- Lagabreytingar og kostir kynjajöfnunar í stjórnum - Berglind Ó. Guðmundsdóttir, KPMG
- Jafnréttisstefna Alcoa-Fjarðaál - Ruth Elfarsdóttir, framkvæmdast. fjármála
- Kona í stjórn - Anna Dóra Helgadóttir, stjórnarkona hjá Austurbrú
Fundarstjóri Dr. Karl Sölvi Guðmundsson framkvæmdastjóri Austurbrúar
 
Fróðleiksmolinn/Austurbrú Reyðarfirði  kl. 17-18, kaffi í boði
- Lagabreytingar og kostir kynjajöfnunar í stjórnum - Berglind Ó. Guðmundsdóttir, KPMG
- Jafnréttisstefna Alcoa-Fjarðaáls - Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdast. mannauðsmála
- Kona í stjórn - Auður Anna Ingólfsdóttir, stjórnarkona Þróunarfélag Austurlands o.fl. 
Fundarstjóri Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri Austurbrú

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.