Skip to main content

Vantar konu í stjórn?

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. jan 2013 14:28Uppfært 08. jan 2016 19:23

konur_stjornir_tak_web.jpg
Tengslanet austfirskra kvenna, í samstarfi við Alcoa Fjarðaál og KPMG, standa í næstu viku fyrir tveimur kynningarfundum um breytingar á lögum um hlutafélög til að jafna hlutfall karla og kvenna í stjórnum. Á fundunum verða kynntar konur sem sótt hafa námskeið fyrir stjórnarmenn og bjóða sig fram í stjórnir fyrirtækja og stofnana.

Samkvæmt greiningu KPMG vantar 223 konur í stjórnir á Íslandi til að 40% kynjakvóta verði náð í stjórnum þann 1. september 2013.

Hótel Héraði Egilsstöðum kl. 12-13, súpa í boði
- Lagabreytingar og kostir kynjajöfnunar í stjórnum - Berglind Ó. Guðmundsdóttir, KPMG
- Jafnréttisstefna Alcoa-Fjarðaál - Ruth Elfarsdóttir, framkvæmdast. fjármála
- Kona í stjórn - Anna Dóra Helgadóttir, stjórnarkona hjá Austurbrú
Fundarstjóri Dr. Karl Sölvi Guðmundsson framkvæmdastjóri Austurbrúar
 
Fróðleiksmolinn/Austurbrú Reyðarfirði  kl. 17-18, kaffi í boði
- Lagabreytingar og kostir kynjajöfnunar í stjórnum - Berglind Ó. Guðmundsdóttir, KPMG
- Jafnréttisstefna Alcoa-Fjarðaáls - Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdast. mannauðsmála
- Kona í stjórn - Auður Anna Ingólfsdóttir, stjórnarkona Þróunarfélag Austurlands o.fl. 
Fundarstjóri Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri Austurbrú