Skip to main content

Varað við éljagangi í nótt og fyrramálið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. maí 2022 12:27Uppfært 05. maí 2022 12:28

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna vegna snjókomu og hvassviðris á Austurlandi og Austfjörðum í kvöld og nótt.


Viðvörunin tekur gildi klukkan þrjú í nótt á báðum spásvæðum en á meðan hún fellur úr gildi klukkan átta í fyrramálið á Austurlandi að Glettingi gildir hún til klukkan ellefu á Austfjörðum.

Spáð er norðvestan hvassviðri upp á 13-20 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 30 m/s.

Á Austurlandi er búist við snjókomu eða éljagangi með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi aksturskilyrðum. Ekki er minnst á úrkomu á Austfjörðum í veðurspá.

Líkur eru á samgöngutruflunum, jafnvel lokun vega á norðanverðu Austurlandi. Vegfarendur með aftanívagna eða á stórum ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eru sérstaklega varaðir við aðstæðum.