Varað við hvassviðri á Austfjörðum í dag
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. jún 2025 10:17 • Uppfært 05. jún 2025 10:18
Veðurstofan gaf í morgun út gula viðvörun vegna hvassveðurs á Austfjörðum. Snarpar vindhviður geta verið varasamar stórum bílum.
Viðvörunin gekk í gildi klukkan níu í morgun og gildir til klukkan 20:00 í kvöld. Á þessum tíma er spáð norðvestan hvassviðri, 15-20 m/s, sérstaklega syðst á Austfjörðum.
Varað er við snörpum vindhviðum við fjöll, 23-25 m/s. Þær geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Engin viðvörun er í gildi fyrir veðurspásvæðið Austurland að Glettingi.
Víða gránaði í fjöll á Austfjörðum í morgun, í gærkvöldi gekk yfir talsverð úrkoma. Krapi er á Jökuldalsheiði og Möðrudalsöræfum en aðrar leiðir á Austurlandi eru greiðfærar.
Mynd úr safni.