Skip to main content

Varað við hvassviðri síðdegis á hluta Austurlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. jan 2024 09:20Uppfært 16. jan 2024 09:20

Gular viðvaranir taka gildi síðla dags í dag á stórum hluta Austurlands eins og sjá má á meðfylgjandi korti Veðurstofu Íslands.

Spáin gerir ráð fyrir vaxandi vindi fljótlega eftir hádegið og bæta fer í ofankomu. Vindur mun ná allt að 25 metrum á sekúndu í staðbundnum hviðum en 15 til 20 metra þess utan. Skafrenningur verður víða og af því leiðir að sterkar líkur eru á að færð spillist á stóru svæði upp úr klukkan 15 í dag.

Viðvaranirnar verða í gildi fram eftir nóttu og fram á næsta morgun á suðausturlandi.  Austfirðirnir eiga að mestu að sleppa við hvassviðrið en það mun töluvert snjóa þar líka.