Skip to main content

Varað við mikilli hálku á vegum og göngustígum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. feb 2022 09:22Uppfært 28. feb 2022 09:24

Gríðarleg hálka er nú víðast hvar á vegum og göngustígum hér austanlands enda þykkir klakabunkar undir þeim snjó sem safnast hefur saman síðustu sólarhringana og nú hefur mikið af þeim snjó rignt niður í nótt og morgun.

Í Fjarðabyggð er sérstaklega varað við núverandi aðstæðum en þar hefur verið unnið að hálkuvörnum síðan snemma í morgun. Íbúar sérstaklega varaðir við hálku í og við skólastofnanir í sveitarfélaginu.

Líkur eru á enn meiri hálku þegar líðar fram á daginn því Veðurstofa Íslands spáir fimm til sex stiga hita um og upp úr hádeginu og fer ekki að kólna á ný fyrr en snemma í fyrramálið.

Allir helstu vegir austanlands eru að öðru leyti opnir og færir.