Skip to main content

Varað við norðvestan stormi í dag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. nóv 2023 09:24Uppfært 23. nóv 2023 09:25

Gul veðurviðvörðun gekk í gildi klukkan níu í morgun á Austfjörðum vegna norðvestan hvassviðris.


Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að spáð sé norðvestan 18-25 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. Fólk er því hvatt til að huga að lausamunum til að koma í veg fyrir foktjón.

Á morgun snýst vindurinn meira til vesturs. Þá hægir á honum og hlýnar en von er á 0-5°C frosti í dag.

Þótt ekki sé gefin út viðvörun fyrir Austurland að Glettingi þá er spáin hin sama. Vindurinn verður hægari inn til landsins en hvassari út við ströndina.