Skip to main content

Varað við rafmagnstruflunum á stórum hluta Austurlands í dag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. maí 2022 10:08Uppfært 05. maí 2022 10:09

Rarik hefur sent frá sér viðvörun vegna mögulegra rafmagnstruflana frá Mjóafirði norður til Vopnafjarðar í dag.


Í dag verða starfsmenn Landsnets við vinnu í tengivirki á Eyvindará, skammt utan við Egilsstaði. Í tilkynningu Rarik eru raforkunotendur á Mjóafirði, Seyðisfirði, Vopnafirði, Fljótsdalshéraði og Borgarfirði varaðir við truflunum milli klukkan 9 og 18 í dag.

Á þessum tíma verður svæðið rekið í sjálfstærði eyju, aftengt rafmagnsflutningskerfi landsins.