Skip to main content

Varað við stormi í kvöld

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. mar 2022 09:16Uppfært 14. mar 2022 09:17

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði vegna sunnan hvassviðris í kvöld.


Viðvörunin á Austurlandi gildir frá 16 í dag til 1 í kvöld, en er klukkustund síðar á ferðinni á Austfjörðum.

Spáin fyrir Austurland gerir ráð fyrir sunnan 18-25 m/s með varhugaverðum vindhviðum við fjöll, sem geta farið í yfir 35 m/s.

Á Austfjörðum er spáð sama meðalvindhraða. Þar verður fyrst hvassast á norðursvæðinu en síðar sunnan. Staðbundnar vindhviður yfir 30 m/s. Þá er búist við talsverðri rigningu, einkum að sunnanverðu.