Varað við suðvestan hvassviðri á fjörðum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Austfjörðum vegna suðvestan hvassviðris. Því fylgja talsverð hlýindi.

Viðvörunin tók gildi klukkan fimm í nótt og gildir þar til klukkan þrjú eftir hádegi. Á þessum tíma er búist við 18-23 m/s af suðvestri. Hætta er á vindhviðum við fjöll yfir 35 m/s sem getur verið varhugavert fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Hvassast verður syðst á svæðinu.

Léttskýjað verður og töluvert hlýtt. Strax klukkan níu í morgun var hitinn kominn í 13°C á Reyðarfirði, Seyðisfirði og Vopnafirði og í 10°C á Vatnsskarði.

Seinni partinn í dag dregur úr vindi og kólnar. Áfram verður strekkingsvindur næstu tvo daga þegar vindur snýst til vesturs og síðan norðvesturs. Á morgun verður hiti um frostmark og enn frekar kólnar á fimmtudag. Þá eru líkur á éljum fyrri part dags.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.