Varað við tjörublæðingum á Fagradal
Hámarkshraði var lækkaður á hluta vegarins yfir Fagradal í dag vegna tjörublæðinga í veginum.Um er að ræða kafla utan í Grænafelli, frá Neðri-Launá og niður undir Réttarbala. Á þessum kafla eru töluverðar blæðingar og hámarkshraðinn 50 km/klst.
Tjörublæðingar verða oft í miklum hitasveiflum, eða einfaldlega hita og mikilli umferð. Tjaran getur sest á dekk bíla þannig að grip minnkar. Einnig er varað við hættunni af steinkasti.