Varað við tjörublæðingum á Fagradal

Hámarkshraði var lækkaður á hluta vegarins yfir Fagradal í dag vegna tjörublæðinga í veginum.

Um er að ræða kafla utan í Grænafelli, frá Neðri-Launá og niður undir Réttarbala. Á þessum kafla eru töluverðar blæðingar og hámarkshraðinn 50 km/klst.

Tjörublæðingar verða oft í miklum hitasveiflum, eða einfaldlega hita og mikilli umferð. Tjaran getur sest á dekk bíla þannig að grip minnkar. Einnig er varað við hættunni af steinkasti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.