Vatnslaust á Djúpavogi, leikskólabörn drekka flöskuvatn

Stór aurskriða sem féll á Búlandsdal við Djupavog í nótt, féll yfir vatnból Djúpavogsbúa og leiddi til þess að nú er vatnslaust á Djúpavogi.

leikskoli_djupavogi.jpgSkriðan féll nánar tiltekið úr Stóruskriðugili og er stór þó ekki sé enn fulljóst hvert umfang skriðunnar er.  Þar af leiðir að vatnsveita Djúpavogs er óvirk og það litla vatn sem er í lögnum og neysluvatnstanki er gruggugt og óneysluhæft.

Unnið er eftir viðbragðsáætlun Vatnsveitu Djúpavogs að viðgerð og vonast er eftir að vatn komist aftur á einhverntíman seinna í dag.

Þrátt fyrir vatnsskort þá verður leikskólinn opinn eins og aðra daga.  Búið er að gera ráðstafanir með vatn til drykkjar handa börnunum og eins með eldun hádegismatar. 

,,Við vonum auðvitað vatnið komist í lag sem fyrst svo við getum notið þess að drekka vatnið úr krananum aftur", segir á vef Djúpavogs.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.