Vatnsmengun á Borgarfirði eystri kom mönnum í opna skjöldu

Framkvæmdastjóri HEF segir að kóligerlamengun sem uppgötvaðist í neysluvatni íbúa á Borgarfirði eystri hafi komið mönnum í opna skjöldu. Ekki sé vitað til að slík mengun hafi gerst þar áður.

Við reglubundnar mælingar í byrjun vikunnar uppgötvaðist að neysluvatn á staðum var örverumengað af  kólígerlum, stundum kallaðir E.coli gerlar, en slíkt á sér nær eingöngu stað þegar saur frá dýrum eða mönnum komast í vatnið. Í kjölfarið var íbúum ráðlagt að bullsjóða allt neysluvatn en að öðru leyti er óhætt að nota vatnið til annarra þarfa útvortis.

Að sögn Aðalsteins Þórhallssonar, framkvæmdastjóra HEF, standa vonir til þess að niðurstöður úr frekari sýnatökum liggi fyrir í dag eða á morgun en það er Heilbrigðiseftirlit Austurlands sem sér um þær mælingar. Þá sé einnig fyrirhugað að rannsaka vatnsbólið sjálft en þangað var ekki komist í gær sökum úrhellis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.