Vatnsmengun við Strandarveg á Seyðisfirði

Starfsfólk fyrirtækja við Strandarveg á Seyðisfirði veitti því athygli fyrr í vikunni að óvenjuleg og undarleg lykt fylgdi allt í einu vatninu úr krönum á svæðinu. Í kjölfarið tók HEF-veitur sýni sem leiddu í ljós mengun.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvers konar mengun er um að ræða en íbúar og eigendur atvinnuhúsnæðis við Strandarveg eru til öryggis beðnir um að sjóða allt neysluvatn sitt þar til staðfest verður að mengun sé ekki til staðar.

Aðspurður út í atvikið segir Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF-veitna,  að óhapp hafi orðið í bræðsluhúsi Síldarvinnslunar við Strandarveg en það hafi uppgötvast með lykt sem fundist hafi í kjölfarið.

„Við tókum strax sýni sem verið er að greina og munum taka annað sýni strax á föstudaginn kemur. Það er svona verið að vona að þetta sé ekki alvarlegra en bara lykt en það er jú betra að hafa varann á sér til öryggis.“

HEF-veitur munu upplýsa um stöðu mála um leið og fyrir liggur hvers kyns mengun þarna er um að ræða og hvenær óhætt verður að neyta vatns við Strandarveg á ný.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.