Veðrið leikur við Austfirðinga um páskana
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. apr 2022 10:44 • Uppfært 13. apr 2022 10:49
Besta páskaveðrið þetta árið verður líklega austanlands ef marka má veðurspár Veðurstofu Íslands en hitastig gæti farið allt upp í tólf stig yfir helgina ef þær spár ganga eftir.
Sjást mun til sólar í það minnsta í tvo daga yfir páskana, vindur verður að mestu hægur og engin úrkoma er í spám fyrir Austurland næstu dagana.
Það töluvert frábrugðið stöðunni suðvestanlands þar sem Veðurstofan gerir ráð fyrir einhverri úrkomu fram á mánudaginn kemur. Úrhelli verður á þeim slóðum á laugardaginn kemur.
Á Norðurlandi mun fólk einnig sjá til sólar yfir hátíðardagana en hitastig þar verður þó eilítið lægra en fyrir austan og vindar blása harðar.
Mynd: Spáin austanlands næstu dagana. Skjáskot Veðurstofa Íslands