Veðurviðvörun aðfaranótt mánudags
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. feb 2022 17:28 • Uppfært 04. feb 2022 17:32
Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt land, þar með talið spásvæðin Austurland að Glettingi og Austfirði, aðfaranótt mánudags og fram eftir morgni.
Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt um nóttina og gildir fram til morguns.
Á Austurlandi er spáð suðaustan 18-25 m/s með snjókomu. Hríð, vindur og ófærð munu annað hvort raska samgöngum verulega eða hamla þeim algjörlega. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir orðrétt að í raun verði ekkert ferðaveður meðan illviðrinu standi.
Þegar líður á daginn dregur úr vindi og styttir upp eystra. Hiti verður um og undir frostmarki.