Skip to main content

Vegagerðin auglýsir drög að matsáætlun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. mar 2010 17:13Uppfært 08. jan 2016 19:21

Vegagerðin hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlun á Austurleið (F923) um Hrafnkelsdal.  Vegurinn er kallaður í daglegu tali Snæfellsleið og liggur frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal inn að Snæfelli. 

adalbol.jpgVegagerðin hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Austurleið, fjallvegi 923, í Hrafnkelsdal á Fljótsdalshéraði.

Fyrirhugað er að byggja 9,7 km langan nýjan veg frá Kárahnjúkavegi á Tungu, um Aðgöng 3 Kárahnjúkavirkjunar á Tungusporði í Glúmsstaðadal, niður að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Nýlagning er um 6,5 kílómetrar að lengd en vegurinn fylgir núverandi Snæfellsleið á rúmlega 3 kílómetra kafla, frá Aðalbóli inn að Laugarhúsum þar sem vegurinn beygir upp úr Hrafnkelsdalnum, upp á Ytra Kálfafell.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að markmið framkvæmdarinnar er að skapa góða aðkomu að Vatnajökulsþjóðgarði úr Jökuldal og að tengja betur Jökuldal og Vesturöræfi.

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á vefnum, samkvæmt reglugerð, númer 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.