Skip to main content

Vegurinn út í Hafnarhólma endurbættur

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. júl 2025 13:33Uppfært 17. júl 2025 13:33

Endurbótum á rúmlega 1 km kafla á veginum út í Hafnarhólma á Borgarfirði eystri er lokið. Vegurinn var breikkaður, styrktur og klæddur.


Verkið var boðið út síðasta sumar en vegurinn hefur verið lagfærður í áföngum undanfarin ár. Að þessu sinni var tekinn 1,2 km kafli frá Öldugarði út að Hafnarhólmanum. Austurverk á Egilsstöðum sá um verkið. Klæðning var lögð á veginn í lok júní. Kaflinn telst því tilbúinn nema að lokaúttekt er eftir.

„Þótt það heiti að vegurinn sé endurbyggður þá er þetta í raun nýframkvæmd. Það er komið á hann styrktarlag, burðarlag og klæðning auk þess sem vegurinn sjálfur hefur verið lagaður eins og hægt er. Þess vegna verður þetta mikil samgöngubót,“ segir Loftur Jónsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi.

Með framkvæmdinni nú er vegurinn orðinn tvíbreiður nánast frá Hofströnd og út í Hafnarhólma. Milli Hofstrandar og Borgarfjarðar er vegurinn hins vegar með einni og hálfri breidd og svo útskotum fyrir bíla til að mætast.

Frá framkvæmdum við veginn í vor.