Veikur ferðamaður sóttur í Loðmundarfjörð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. júl 2025 11:50 • Uppfært 28. júl 2025 11:55
Björgunarsveitir frá Norðfirði og Seyðisfirði voru í morgun kallaðar út til að sækja veikan ferðamann í Loðmundarfjörð. Báðar sveitirnar fóru sjóleiðis í aðgerðina.
Félagar úr Gerpi á Norðfirði fóru þaðan á björgunarskipinu Hafbjörgu um klukkan 9:30 í morgun. Seyðfirðingar fóru af stað aðeins síðar á björgunarbátnum Árna Vilhjálms.
Árni var á undan til Loðmundarfjarðar og ferjaði manninn yfir í Hafbjörgu. Hún flutti manninn á Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað til skoðunar og kom þangað um klukkan hálf tólf.
Frá aðgerðum í morgun. Mynd: Landsbjörg