Skip to main content

Vélin frá Vopnafirði lenti á öðrum hreyfli

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. maí 2023 12:52Uppfært 15. maí 2023 12:57

Áætlunarflugvél Norlandair frá Vopnafirði og Þórshöfn lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli í hádeginu eftir að hafa misst afl á öðrum hreyfli sínum.


Tilkynning barst Neyðarlínu klukkan 11:47 um að flugvél frá Nordlandair væri í vandræðum þar sem hún hefði misst afl af öðrum hreyflinum. Sjö manns voru um borð.

Til greina kom að láta hana lenda á Húsavík en að nánar athuguðu máli var ákveðið að láta hana halda áfram til Akureyrar. Þar lentu hún heilu og höldnu klukkan 12:14, samkvæmt heimasíðu Isavia. Töluverður viðbúnaður var á flugvellinum.

Norlandair flýgur fimm daga í viku frá Akureyri til Vopnafjarðar og þaðan áfram til Þórshafnar áður en haldið er aftur til Akureyrar. Samkvæmt upplýsingum úr kerfi Isavia fór vélin frá Vopnafirði klukkan 10:15 en frá Þórshöfn klukkan 10:50, lítillega á eftir áætlun. Samkvæmt áætlun hefði hún átt að lenda á Akureyri klukkan 11:30.

Hjá Norlandair fengust þær upplýsingar að tilkynningar væri að vænta vegna atviksins.

Mynd: N4/Hjalti Stefánsson