Venus aflahæstur á makrílvertíðinni
Venus NS, skip Brims frá Vopnafirði, veiddi allra skipa mest á nýafstaðinni makrílvertíð. Þrjú af fimm aflahæstu skipunum eru skráð á Austfjörðum.Þetta má lesa út úr gagnasafni Fiskistofu. Alls voru ríflega 137 þúsund tonn á vertíðinni en veiðiheimildir voru um 144 þúsund tonn. Áætlað er að um helmingur aflans hafi fengist í íslenskri lögsögu.
Eins og Austurfrétt hefur áður greint frá er staðan á manneldismörkuðum þung og því óvenju mikið í geymslum eftir vertíðina. Helst er talið að útskýringin sé minnkandi kaupmáttur evrópskra neytenda.
Fyrsti makrílaflinn á þessu ári var skráður 18. Apríl í Vestmannaeyjum. Huginn VE kom þá með 630 kíló. Viku síðar kom færeyskt skip til Fáskrúðsfjarðar með 41 tonn og grænlenskt með átta.
Vertíðin hófst fyrir alvöru þegar Venus kom til Vopnafjarðar þann 26. júní með tæplega 1.900 tonn. Síðasta skráða löndin var síðan 2. september Heimaey kom heim til Vestmannaeyja með 500 tonn.
20 hæstu makrílveiðiskipin sumarið 2023
Aflinn er gefinn upp í kílógrömmum.Venus NS 10.380.494
Víkingur AK 8.727.589
Vilhelm Þorsteinsson EA 8.565.281
Beitir NK 8.258.319
Hoffell SU 7.179.146
Aðalsteinn Jónsson SU 7.073.676
Börkur NK 6.941.336
Svanur RE 6.643.752
Sigurður VE 6.010.908
Margrét EA 5.820.276
Gullberg VE 5.636.457
Jón Kjartansson SU 5.577.367
Jóna Eðvalds SF 5.478.070
Huginn VE 5.379.463
Heimaey VE 5.328.808
Ísleifur VE 5.186.458
Ásgrímur Halldórsson SF 5.103.108
Barði NK 5.091.367
Guðrún Þorkelsdóttir SU 4.640.739
Hákon EA 4.408.054