Þver flutningabíll lokaði Fjarðarheiði í þrjá tíma

flutningabill_fjardarheidi.jpg
Vegurinn yfir Fjarðarheiði var lokaður í tæpar þrjár klukkustundir í gærkvöldi eftir að flutningabíll fór þar þversum á veginum um kvöldmatarleytið.

Óhappið varð á sjöunda tímanum í gær við Neðri-Staf sem er Seyðisfjarðarmegin á heiðinni. Bíllinn rann með afturendann út af og skekktist vagninn þannig að ekki var með nokkru móti hægt að komast framhjá. Hann sat þar til að verða klukkan níu.

Að sögn Örvars Jóhannssonar, sem var meðal þeirra sem biðu meðan snjóblásari frá Egilsstöðum dró bílinn af stað, var mikil hálka á veginum í gærkvöldi.

„Það voru sennilega 6-8 bílar sem biðu. Ég kom þarna að rétt fyrir klukkan sjö og það var búið að opna rétt fyrir hálf níu.“
 
Mynd: Örvar Jóhannsson 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.