Vertíðin góð hjá Sláturfélagi Vopnafirðinga en áfram blikur á lofti

Liðin sláturtíð hjá Sláturfélagi Vopnafirðinga reyndist með ágætum að sögn framkvæmdastjóra. Áfram var þó greinilega vart við fækkun bænda sem senda fé til slátrunar.

Það er ávallt nokkuð bras að manna þetta eina sláturhús á Austurlandi á haustin en það tókst að mestu vel að þessu sinni segir Skúli Þórðarson, framkvæmdastjóri, við Austurfrétt. Þar þurft að leita langt út landsteina til að manna húsið yfir vertíðirnar mörg síðustu árin. Hætt var að slátra í síðustu viku en alls var þar slátrað nú um 22 þúsund lömbum og um 2500 kindum. Það töluvert minna en fyrir ári síðan þegar 26.500 lömb og kindur fóru undir hnífinn. Dilkaþyngdin nú var þó almennt hærri en fyrir ári.

Skúli segir augljóst að fækkun bænda haldi áfram eins og verið hefur undanfarin ár og sífellt fleiri hafa áhyggjur af enda hafi slíkt bein áhrif á matvælaöryggi Íslendinga.

„Það var nú kannski ekki svo að bændur sem sendu fé til okkar nú væru færri en í fyrra en þeir eru margir að fækka mikið miðað við hvað þeir sendu til okkar nú.  Grunar að ástæðan sé að sífellt fleiri séu ekki bara að hætta heldur aðrir að bæta við sig vinnu utan býla og því minni tími aflögu til að sinna búinu. Ef menn eru að vinna sem verktakar þá geta þeir verið að fá tvöfalt til þrefalt kaup á við það sem þeir fá ef þeir vinna fyrir sjálfa sig. Það í ofanálag við þessar gríðarlegu vaxtahækkanir og hækkanir á öllu erlendis frá. Sérstaklega held ég að ungir bændur séu í erfiðleikum. Fjármagnskostnaður mikill og menn margir búnir að fjárfesta dýrum dómum til að komast inn í greinina. Flestir bændur eru ekki skuldlausir svo allar hækkanir koma þeim sérstaklega illa.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.