Vetraríþróttir og ferðamennska

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs  boðaði til ráðstefnu um Vetraríþóttir og ferðamennsku á Hótel Héraði í gær miðvikudag. Ráðstefnan var vel sótt af fólki alls staðar að af Austurlandi.

vetrarithrottir_ferdamennska.jpgÓlafur Hr. Sigurðsson bæjarstjóri á Seyðisfirði flutti framsögu um skíðafélagið í Stafdal. Guðmundur Karl Jónsson framkvæmdastjóri Vetraríþrottamiðstöðvar Íslands sagði frá Veraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri og sagði frá mikilvægi samstarfs.  Viðar Garðarssn formaður íshokkisambands Íslands flutti framsögu um uppbyggingu, framtíðina og samstarf.  Ásta Þorleisfdóttir framkvæmdastjóri Maraðsstofu Austurlands talaði um tækifæri, möguleika og hvað þyrfti til.  Ráðstefnustjóri var Þórarinn Sveinsson atvinnumálafulltrúi Fljótsdalshéraðs.

Guðmundur sagði að tengja þyrfti ferðaþjónustuna og íþróttina saman, allt samstarf væri lykilatriði. Nefnt var í því sambandi samstarf Skíðamiðstöðvar Austurlands í Oddskarði, Skíðavæðisins í Stafdal og göngusvæðis nokkurra einstaklinga á Fjarðarheiði.  Guðmundur sagði frá góðu samstarfi skíðasvæða við Eyjafjörð frá Hlíðarfjalli út á Siglufjörð um Dalvík og Ólafsfjörð.  Þar eru menn að þreifa sig áfram með samstarf sem felst meðal annars í því að aðgangskort gilda milli staðanna og eru að þróa það ferli sem lofar mjög góðu.

Guðundur og Ólafur komu einnig inn á það að hægt væri að hafa samstarf milli Eyjafjarðarsæðisins og Austurlands í skíðamálum til dæmis í sambandi við ferðir Norrænu.

Aðspurður sagði Viðar að samlegðaráhrif yrðu líka til við samstarf og klasamyndun eins og kringum vertarferðamennsku.  Samlegðaráhrif væru ekki eingöngu innantómt slagorð frá 2007 árunum heitnu.

Gunnar Þór Sigurbjörnsson formaður atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs tók saman niðurstöðu ráðstefnunnar í ráðstefnulok og sagði að niðurstaða ráðstefnunnar kristallaðist í einu stóru hugtaki, samvinnu. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.