Vetur og vellíðan í ferðaþjónustu

myvatn_web.jpg
Heimaaðilar í Mývatnssveit halda á fimmtudag málþing um vellíðunarþjónustu.  Aðstæður á Íslandi þykja hagstæðar þessari gerð af þjónustu og er markviss sókn á sviðinu í smíðum í Mývatnssveit þar sem sérstök áhersla verður lögð á vetrarmánuðina. 

Vellíðunar ferðaþjónusta er einn angi heilsuferðaþjónustu og nýtur hún vaxandi vinsælda víða um heim. Aðstæður á Íslandi, einkum í dreifbýli eru hagfelldar þessari þjónustu og framtakssamir aðilar í Mývatnssveit farnir að huga að markvissri sókn með sérstakri áherslu á vetrarmánuðina. 

Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit hafa boðið vellíðunarþjónustu um nokkurt skeið og til að styðja við þá viðleitni stendur Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Mývatnsstofu og heimaaðila fyrir málþinginu „Mývatn vetur og vellíðan“. 

Tilgangurinn með málþinginu er að fá yfirsýn yfir þau tækifæri sem Mývatnssveit hefur upp á að bjóða í vellíðunar ferðaþjónustu að vetri og hvernig nýta má þau til frekari uppbyggingar á vetrarferðamennsku. 

Málþinginu lýkur með markvissri hugmyndavinnu þátttakenda sem verður grundvöllur aðgerðaáætlunar heimaaðila og Mývatnsstofu vegna heilsu- og vellíðunarferðaþjónustu í Mývatnssveit.

Málþingið verður haldið í Skjólbrekku fimmtudaginn  31. janúar kl. 11.00 til 16:30. Upplýsingar um skráningu og dagskrá málþingsins má nálgast á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (www.nmi.is) og heimasíðu Mývatnsstofu (http://www.visitmyvatn.is/). 

Dagskrá
11:00 Setning – Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
11:15 Tækifæri og markhópar  - Edward H. Huijbens MA, PhD forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
11:30 Cooperation as a Tool  – Valerija Kiskurno Tourism Organisation and Management, BSc from Vidzeme University of Applied Sciences í Lettlandi
11:45 Kyrrð, orka og töfrar - upplifun og AIR66N – Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdarstjóri  Markaðsstofu Norðurlands
12:00 Hugleiðing um gjafir jarðar - Bergþóra Kristjánsdóttir, heilsunuddari og náttúrupati
12:15 – 13:00 Hádegisverður 
13:00 Ég á mér draum – Harpa Barkardóttir, jógakennari og eigandi ferðaskrifstofunnar Alkemiu í Mývatnssveit
13:15 Í takt við umhverfið – Ásta Price, sérfræðingur í fyrirbyggjandi og heilandi meðferðum 
13:30 Mývatnssveit heimili vellíðunar – Margrét Hólm Valsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Hótel Reynihlíð
13:45 Frá hugmyndum og vangaveltum til framkvæmda – Laufey Haraldsdóttir frá Háskólanum á Hólum 
14:00 Vetrarparadísin Mývatn - Guðrún Brynleifsdóttir, framkvæmdastjóri Mývatnsstofu
14:10 Hugmyndavinna með „þjóðfundarsniði“  þar sem þátttakendur eru virkjaðir í hugmyndavinnu sem verður grundvöllur aðgerðaáætlunar vegna heilsuferðaþjónustu í Mývatnssveit. Guðlaug Gísladóttir, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka og MPM í verkefnastjórnun, stýrir vinnunni
14:40 Kaffi
14:50 Framhald hugmyndavinnu
16:25 Málþingi slitið – Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Stjórnandi málþings er Erla Sigurðardóttir verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Húsavík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.