Óveður og ófærð: Ekki talið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrr en á morgun

xd_frambodsfundur_egs_jan13_web.jpg
Talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur verið frestað til morguns. Ekki hefur verið hægt að koma kjörgögnum frá Austurlandi norður til Akureyrar vegna veðurs og ófærðar. Færð spilltist víða á Austur- og Norðurlandi í gærkvöldi.

Þetta kemur fram á Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri, Íslendingur.is. Talið verður á Akureyri og veðrur ekki byrjað að telja fyrr en öll greidd atkvæði í prófkjörinu verða komin þangað. Ekki er búist við að það verði fyrr en á morgun.

Fyrstu tölur áttu upphaflega að birtast nú í hádeginu og lokatölur að liggja fyrir seinni partinn.

Ófært hefur verið um Möðrudalsöræfi en þar er nú unnið að mokstri samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Óveður er á Eyjafjarðarsvæðinu.

Á Austurlandi er ófært til Vopnafjarðar en unnið að mokstri á Vopnafjarðarheiði. Á Fjarðarheiði er óveður og ófært. Hálka er á flestum vegum.

Á Borgarfirði var þorrablót í gærkvöldi. Gestir munu þó flestir hafa komist heim. Ekkert hefur verið flogið milli Egilsstaða og Reykjavíkur síðan í gærmorgun.
 
Spáð er austan 15-23 m/s á Austurlandi í dag og snjókomu eða slyddu. Vindurinn á að snúast í norðlægari áttir á morgun og draga úr styrk hans, einkum inn til landsins og eftir því sem á líður morgundaginn. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.