VG: Auðlindaskattur gerir Norðfjarðargöng að veruleika

ingibjorg_thordar_bjarkey_vg_apr13.jpg

Auðlindaskattur nýtist til stórframkvæmda á landsbyggðinni, til dæmis nýrra samgöngumannvirkja. Þrátt fyrir uppgang í sjávarútveginum hafa starfsmenn í landi, sem að miklu leyti eru konur, lítils ágóða notið af því.

 

Þetta kom fram í máli Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Ingibjargar Þórðardóttur á opnum fundi Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs á Egilsstöðum í síðustu viku. Þær skipa annað og fjórða sæti listans í kjördæminu.

„Auðlindaskatturinn gerir Norðfjarðargöng að veruleika. Auðvitað skilar hann sér í svona framkvæmdum,“ sagði Bjarkey.

Ingibjörg benti á misskiptingu ágóðans af góðu gengi í sjávarútveginum síðustu misseri. „Við sjáum hvernig launin raðast þar. Karlarnir á sjónum njóta uppgangsins.“

Í stefnu VG er meðal annars komið inn á að klára eigi uppbyggingu nýs Landsspítala. „Við eigum ekki að óttast og tala niður hugtakið hátæknisjúkrahús. Það er verið að byggja húsnæði utan um starfsemina. Þess þarf. Spítalinn starfar á 17 stöðum í borginni í dag.“

Bjarkey hefur verið varaþingmaður undanfarin fjögur ár. Hún segir harða samkeppni um þau þingsæti sem í boði eru nú. „Það eru margir sem vilja komast inn á þennan vinnustað miðað við versu þingið hefur verið talað niður.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.