VG býður fram í Fjarðabyggð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. mar 2022 20:43 • Uppfært 03. mar 2022 20:45
Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun kynna framboðslista sinn í Fjarðabyggð um helgina. Framboðin eru að byrja að leggja fram sína framboðslista fyrir sveitastjórnakosningar í vor.
Framboð VG hefur vakið umtal þar sem flokkurinn hefur ekki áður boðið fram í Fjarðabyggð. Uppstillinganefnd hefur verið að störfum að undanförnu.
Boðað hefur verið til fundar hjá svæðisfélagi VG á Austurlandi á laugardag á Reyðarfirði þar sem listinn verður lagður fram til staðfestingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður gestur fundarins.
Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð verður væntanlega fyrsta framboðið á Austurlandi til að staðfesta lista sinn. Hann verður lagður fram á félagsfundi í kvöld.
Kosið verður 14. maí. Framboðslistar þurfa að liggja frammi 36 dögum fyrr eða föstudaginn 8. apríl.