Skip to main content

Við voginn á Djúpavogi er til sölu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. jan 2022 10:20Uppfært 31. jan 2022 10:23

Veitingastaðurinn Við voginn á Djúpavogi er til sölu. Það er fasteignasalan Domusnova sem sér um söluna.


Í auglýsingu Domusnova segir að um einkasölu sé að ræða á mjög álitlegu veitingahúsi í góðum rekstri og jákvæða rekstrarsögu á fallegum stað með útsýni yfir höfnina á Djúpavogi. Við voginn sé vinsæll áningarstaður með fastan kúnnahóp í rétt dagsins og mikla ásókn ferðamanna.

„Um er að ræða sölu á einkahlutafélagi sem á og rekur veitingarstaðinn Við voginn á Djúpavogi ásamt öllum tækjum og tólum auk tveggja skráðra fasteigna í eigu félagsins. Fasteignirnar hafa verið sameinaðar í einn veitingastað en eru skráðar á tveimur fastanúmerum. Húsið er samtals 267,3 fm timburhús sem hefur verið mikið endurnýjað, ný klæðning og þakjárn ásamt gluggum/gleri. Næg bílastæði eru við húsið en planið umhverfis húsið er að mestu malbikað,“ segir í auglýsingunni

„Veitingarsalur og grill var endurnýjað fyrir nokkrun árum, tæki endurnýjuð og nýtt sjálfvirkt brunakerfi var sett í húsið ásamt brunakerfi í grilli. Gólefni í veitingasalnum eru flísar og lökkuð steingólf.  Salerni eru með epoxy gólfefnum. Borð og stólar voru endurnýjuð fyrir skömmu. Lausafé, innréttingar og tæki fylgja kaupum ásamt sendibifreið.“

Þá kemur fram að fasteignamat staðarins nemur tæpum16,7 milljónum kr. En brunabótamaðir er 64,9 milljónum kr.

Mynd: domusnova.is