Skip to main content

Viðgerð lokið á Seyðisfirði en sjóða þarf áfram

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. feb 2024 12:07Uppfært 08. feb 2024 12:14

Viðgerð er lokið á gegnumlýsingartæki því sem bilaði í hreinsistöð vatnsveitu Seyðisfjarðar í síðustu viku.

Sú bilun varð þess valdandi að saur- og ekólígerlar fundust í neysluvatni bæjarins í kjölfarið og íbúar verið hvattir til að sjóða allt neysluvatn síðan.

HEF-Veitur, sem stöðina reka, hvetja bæjarbúa til að sjóða sitt neysluvatn áfram þrátt fyrir að vatnið sé nú geislað eins og áður var en það er sú tækni sem sótthreinsar allt neysluvatn sem íbúar nota. Ástæða þess sú að beðið er eftir niðustöðum sýnataka úr vatninu til að ganga alfarið úr skugga um að vatnið sé öruggt til neyslu. Hugsanlega verða þær niðurstöður orðnar ljósar síðar í dag. Áfram er í góðu lagi að nota vatn til annars en neyslu án þess að sjóða það sérstaklega.