Skip to main content

Viðræður langt komnar í Múlaþingi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. maí 2022 14:42Uppfært 23. maí 2022 14:43

Viðræður um myndun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Múlaþings eru langt komnar og verður haldið áfram í kvöld.


Þetta staðfesta oddvitar flokkanna, Berglind Harpa Svavarsdóttir frá Sjálfstæðisflokki og Jónína Brynjólfsdóttir.

Kjörnir fulltrúar flokkanna munu funda í kvöld. Frí var um helgina á viðræðunum sjálfum eftir mikla vinnu í síðustu viku og hún nýtt í að ræða málin innan flokkanna sjálfra.

Í samtali við Austurfrétt sagði Jónína að verið væri að leggja lokahönd á málaefnasamning sem yrði tilbúinn í vikunni ef allt gengi eftir.