Vilja að þingmenn sem þáðu háa styrki segja af sér

Stjórn Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Héraði, Borgarfirði eystri og Seyðisfirði, krefst þess að þingmenn, sem háðu háa styrki frá einkaaðilum í aðdraganda kosninga 2006 og 2007 segi af sér.

 

Í ályktun stjórnarinnar segir að að þótt styrkirnir kunni að hafa rúmast innan þeirra laga sem þá giltu séu þeir „algerlega á skjön við það siðferðismat sem nú er uppi og þær reglur sem nú gilda varðandi samband viðskiptalífs og stjórnmála.“

Traust á Alþingi og stjórnmálamönnum verði ekki endurreist fyrr en þeir stjórnmálamenn sem þáðu styrki frá fyrirtækjum, sem mörg eru til rannsóknar vegna efnahagsbrota, víki sæti.

„Sú staðreynd grefur jafnframt undan trú almennings á lýðræðinu og ýtir undir það útbreidda viðhorf að trúnaður stjórnmálamanna sé eingöngu við sinn flokk og sína styrktaraðila en ekki við fólkið í landinu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.