Vilja að þingmenn sem þáðu háa styrki segja af sér
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. maí 2010 16:49 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Stjórn Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Héraði, Borgarfirði eystri og Seyðisfirði, krefst þess að þingmenn, sem háðu háa styrki frá einkaaðilum í aðdraganda kosninga 2006 og 2007 segi af sér.
Í ályktun stjórnarinnar segir að að þótt styrkirnir kunni að hafa rúmast innan þeirra laga sem þá giltu séu þeir „algerlega á skjön við það siðferðismat sem nú er uppi og þær reglur sem nú gilda varðandi samband viðskiptalífs og stjórnmála.“
Traust á Alþingi og stjórnmálamönnum verði ekki endurreist fyrr en þeir stjórnmálamenn sem þáðu styrki frá fyrirtækjum, sem mörg eru til rannsóknar vegna efnahagsbrota, víki sæti.
„Sú staðreynd grefur jafnframt undan trú almennings á lýðræðinu og ýtir undir það útbreidda viðhorf að trúnaður stjórnmálamanna sé eingöngu við sinn flokk og sína styrktaraðila en ekki við fólkið í landinu.“
Traust á Alþingi og stjórnmálamönnum verði ekki endurreist fyrr en þeir stjórnmálamenn sem þáðu styrki frá fyrirtækjum, sem mörg eru til rannsóknar vegna efnahagsbrota, víki sæti.
„Sú staðreynd grefur jafnframt undan trú almennings á lýðræðinu og ýtir undir það útbreidda viðhorf að trúnaður stjórnmálamanna sé eingöngu við sinn flokk og sína styrktaraðila en ekki við fólkið í landinu.“