Skip to main content

Vilja að velferðarráðherra standi vörð um StarfA

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. apr 2011 21:01Uppfært 08. jan 2016 19:22

starfa.jpgBæjarráð Fjarðabyggðar hvetur velferðarráðherra til að standa vörð um framtíð Starfsendurhæfingar Austurlands (StarfaA). Skjólstæðingar stofnunarinnar berjast fyrir því að halda henni gangandi.

 

Stjórn stofnunarinnar tilkynnti í lok febrúar að til stæði að loka henni vegna fjárskorts frá og með 1. júní. Í seinustu viku hittust á fundi formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Starfa og bæjarstjórar Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs og Hornafjarðar.

Í bókun frá fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag er velferðarráðherra hvattur til að standa vörð um Starfsendurhæfingu Austurlands og tryggja framtíð starfseminnar. Mikil uppbygging hafi átt sér stað í þjónustunni á Austurlandi og mikilvægi hennar sé óumdeilt.

Nýverði sendi endurhæfingarhópur Starfsendurhæfingarinnar í Neskaupstað frá sér myndband sem varpa á ljósi á þá þýðingu sem StarfA hefur haft á líf fólks sem ekki hefur getað tekið fullan þátt í samfélaginu. Myndbandið var unnið á námskeiði í kvikmyndavinnslu.