Vilja flýta byggingu leikskóla á Norðfirði

nesk.jpgBæjarstjórn Fjarðabyggðar heitir að leita áfram allra leiða til að flýta byggingu nýs leikskóla á Norðfirði. Samkvæmt áætlunum er þó ekki gert ráð fyrir fjármagni til byggingarinnar fyrr en árið 2014.

Þetta kemur fram í bókun frá seinasta fundi bæjarstjórnar. Þar segir: „Öllum er ljós sú mikla þörf sem þar er fyrir nýtt húsnæði bæði vegna fjölda barna og þeim takmörkum sem núverandi húsnæði hefur fyrir leikskólastarfið.“

Í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að fjármagni verði veitt í bygginguna árið 2014. Bæjarstjórnin heitir samt að leita áfram leiða til að flýta verkinu og hafa það til hliðsjónar þegar fjárhagsáætlun ársins 2012 verður unnin í haust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.