Vilja flýta byggingu leikskóla á Norðfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. feb 2011 14:57 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar heitir að leita áfram allra leiða til að flýta
byggingu nýs leikskóla á Norðfirði. Samkvæmt áætlunum er þó ekki gert
ráð fyrir fjármagni til byggingarinnar fyrr en árið 2014.
Þetta kemur fram í bókun frá seinasta fundi bæjarstjórnar. Þar segir: „Öllum er ljós sú mikla þörf sem þar er fyrir nýtt húsnæði bæði vegna fjölda barna og þeim takmörkum sem núverandi húsnæði hefur fyrir leikskólastarfið.“
Í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að fjármagni verði veitt í bygginguna árið 2014. Bæjarstjórnin heitir samt að leita áfram leiða til að flýta verkinu og hafa það til hliðsjónar þegar fjárhagsáætlun ársins 2012 verður unnin í haust.
Í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að fjármagni verði veitt í bygginguna árið 2014. Bæjarstjórnin heitir samt að leita áfram leiða til að flýta verkinu og hafa það til hliðsjónar þegar fjárhagsáætlun ársins 2012 verður unnin í haust.