Vilja framlengja þjónustusamning við Norðlandair

vopnafjordur.jpgHreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps vill að þjónustusamningur við Norðlandair um flug milli Vopnafjarðar og Akureyrar verði framlengdur. Samningurinn rennur út um næstu áramót.

 

Þjónustusamningurinn um flugleiðina Akureyri-Vopnafjörður-Þórshöfn var upphaflega gerður við Flugfélags Íslands og rennur út um næstu áramót. Norðlandair tók síðan við flugleiðinni sem flogin er alla daga vikunnar. Hreppsnefndin segir samninginn algjöra forsendu þess að hægt sé að halda úti flugi á leiðinni.

Hreppsnefndin leggst gegn því að flugdögum á leiðinni verði fækkað frá því sem nú er en verði talið nauðsynlegt að bjóða hann út verði ekki gert ráð fyrir færri flugdögum en fimm í hverri viku. Í ályktuninni segir að um mjög brýnt hagsmunamál sé að ræða fyrir íbúa sveitarfélaganna Vopnafjarðarhrepps og Langanesbyggðar því þetta séu einu almenningssamgöngurnar til og frá stöðunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.