Vilja Hringveginn um firði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. júl 2010 16:41 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Bæjarráð Fjarðabyggðar vill að þjóðvegur númer eitt, Hringvegurinn, verði skilgreindur um Suðurfjarðaveg og Fagradal í stað Breiðdalsheiðar og Skriðdals eins og er í dag.
Í nýlegri ályktun ráðsins segir að þetta sé í samræmi við áherslu í samgönguáætlun þar sem forgangsröðunin eigi að byggjast á öryggi vegfarenda, umferðarþunga, styttingu vegalengda og tryggum heilsárssamgöngum."Fagridalur er besta og öruggasta tenging fjarðanna við Héraðið, flugvöllinn og aðra þjónustu sem þar er. Veginum um Fagradal er nú þegar vel þjónað allan ársins hring enda er hann forsenda þess að horft sé á Hérað og firði sem sameiginlegt atvinnusvæði."