Villa við útsendingu reikninga vegna áskriftar Austurgluggans

Mistök urðu í gær þegar unnið var að gerð reikninga vegna áskriftar að Austurglugganum fyrir næsta tímabil. Verið er að greiða úr vandræðunum. Áskrifendur eiga ekki að verða fyrir skaða.

Við gerð reikninga hjá því fyrirtæki sem heldur utan um áskriftarkerfi Austurgluggans var september skráður sem gjalddagi reikninga í stað október. Þetta leiddi til þess að reikningar sem sendir voru út í gær bera dráttarvexti.

Mistökin uppgötvuðust snemma í morgun. Síðan hefur verið unnið að því að afturkalla reikninga áður en nýir verða gefnir út.

Áskrifendur eru því í fyrsta lagi beðnir um að greiða ekki þá reikninga sem gefnir voru út í gær. Þeir sem hafa greitt reikningana geta haft samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 477-1750 til að fá endurgreiðslu.

Áskrifendur eru beðnir innilegrar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa skapað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.