Vinna leiðarvísi að ábyrgri og öruggri ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri
Alls tuttugu skemmtiferðaskip munu sigla inn Borgarfjörð hinn eystri í sumar og er fyrsta skipið væntanlegt að mánuði liðnum. Með þeim skipum er áætlað að um 5.700 gestir stígi frá borði og kynni sér þorpið og svæðið.
Það æði mikill fjöldi ferðafólks í þorp sem taldi 91 íbúa í byrjun ársins en það hrein viðbót við þann töluverða fjölda ferðafólks sem svæðið sækir landleiðina.
Að hluta til þess vegna ráðgerir Múlaþing, í samstarfi við Samtök leiðangursskipa á Norðurslóðum, að halda sérstaka vinnustofu í næstu viku þar sem ræða skal hvernig best og vænlegast sé að taka móti slíkum fjölda ferðafólks með ábyrgum, umhverfisvænum og öruggum hætti. Með slíkan leiðarvísi í hendi má vinna að bættum samskiptum og betri samhæfingu með staðbundnum leiðbeiningum um hvernig ferðafólk skuli og skuli ekki haga sér.
Borgarfjörður verður þannig síðasti áfangastaður skemmtiferðaskipa í Múlaþingi sem setur sér slíkar slíkar reglur en innleiðing slíks leiðarvísis hófst á Djúpavogi fyrir tveimur árum og þar áður var slíkur sáttmáli kominn í gagnið á Seyðisfirði.
Í Samtökum leiðangursskipa á Norðurslóðum eru fyrst og fremst smærri skemmtiferðaskip með um 150 til 500 farþega. Stærstu skipin í Borgarfjörðinn í sumar taka 530 farþega. Mynd Borgarfjörðureystri.is